Brjóstapumpun

15.06.2006

Sælar.

Ég á mánaðargamlan dreng sem hefur verið eingöngu á brjósti. Brjóstagjöfin hefur gengið frekar brösuglega og drengurinn hefur aldrei náð að taka vörtuna almennilega, þar af leiðandi er ég orðin helaum í vörtunum og er alveg við það að gefast upp á þessu.Það sem mig langaði að spyrja ykkur um er í sambandi við brjóstapumpun, ef ég færi út í að pumpa mig og gefa honum úr pela, hvernig er þá best að bera sig að við það. Eins líka hvaða pumpur henta best fyrir slíkt.

Kærar þakkir
Sæl og takk fyrir að leita til okkar!

Hér á síðunni er brjóstakorn sem heitir Mjólkun með mjaltavél, held að þú finnir svörin sem þú leitar að þar.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
15. júní 2006.