Brjóstaspenna eftir brjóstaminnkun

13.03.2011
Góðan daginn!
Mig langar svo að fá upplýsingar varðandi brjóstaspennu eftir brjóstaminnkun. Má ég búast við þegar ég næ að verða þunguð að ég fái sömu spennu og hinar eða hefur það horfið með minnkuninni. Veit ekki alveg hverju má búast.
Takk takk.
 
Sæl og blessuð!
Mjög trúlega átt þú eftir að finna brjóstaspennu eins og aðrar konur ef þú verður þunguð. Það er hins vegar mjög misjafnt hvað konur finna mikið fyrir þessu einkenni. En það hefur í raun ekkert með aðgerðina að gera.
Gangi þér vel.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
13. mars 2011.