Spurt og svarað

16. ágúst 2009

Brjóstavandamál

Ég er með 4 vikna gamla stelpu sem hefur verið að taka brjóst mjög vel og allt hefur gengið vel. Hún hefur verið dugleg að drekka. En hún er nýlega farin að taka upp á því að taka sig af brjósti og á í erfiðleikum að taka vörtuna aftur. Er orðin mjög mikill klaufi að taka brjóst og eins og hún finni ekki geirvörtuna. Hún grætur bara og það gengur mjög illa að láta hana drekka ? Hvert er vandamálið?

 


Sæl og blessuð!

Það er reyndar ýmislegt sem kemur til greina sem orsök fyrir þessu vandamáli. Það vantar aðeins meiri upplýsingar. Það sem kemur fyrst upp í hugann er að það vanti upp á stuðning við barnið í gjöfinni eða að hún sé hreinlega sogvillt. Ef hún er nýlega farin að fá snuð eða hefur fengið það einhvern tíma þá er þetta mjög einkennandi hegðun fyrir barn sem er orðið ruglað í ríminu. Þetta kemur stöku sinnum fyrir þótt börn séu orðin nokkurra vikna og getur alveg verið jafn erfitt við að eiga eins og þegar það kemur fyrir á fyrstu 3 vikunum. Þannig að það sem ég ráðlegg þér er að taka snuðið af barninu og reyna að styðja betur við það í gjöfum.

Vona að vel gangi.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
16. ágúst 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.