Brjóstaþoka

11.09.2011

Hæ!

Mig langar að vita hvort eitthvað sé til í þessu. Fær kona brjóstaþoku og ef svo er hvernig virkar hún á mann?


 

Sæl og blessuð!

„Brjóstaþoka“ er góðlátlegt grínorð sem notað er um það að konur eru stundum gleymnari en venjulega  fyrstu dagana, vikurnar eða jafnvel mánuðina eftir fæðingu. Þetta er auðvitað ofur eðlilegt ástand eftir þennan merkisatburð í lífi konunnar. Hugur hennar er bundinn við barnið, brjóstagjöfina og svo ótal marga nýja hluti að forgangsröðin vill raskast. Þá gleymast stundum hlutir eða atriði sem aldrei hefðu fyrir fæðingu gleymst.

Vona að þetta sé næg skýring.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
11. september 2011.