Brasilískt vax

16.04.2007

Góðan dag
Er eitthvað sem mælir á móti því að maður fari í Brasilískt vax á meðgöngu. Ég er komin 30 vikur og er farin að þrá það að fara í vax. Þegar þetta er gert þá kemur svona snarpur sársauki en hann er bara rétt á meðan það er verið að rífa af. Getur sársaukinn komið fæðingu af stað??

Með þökk fyrir frábæran vef


Komdu sæl

Í rauninni er ekkert sem mælir á móti því að fara í brasilískt vax á meðgöngu.  Sársaukinn ætti ekki að koma fæðingu af stað.  Hinsvegar er alltaf einhver sýkingarhætta þegar konur raka sig eða vaxa þar sem húðin er mjög opin fyrst á eftir og ætti því síður að gera þetta mjög nærri áætluðum fæðingardegi.

Gangi þér vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
16. apríl 2007.