Spurt og svarað

17. september 2011

Broddur á meðgöngu

Sælar!

Ég varð vör við brodd úr öðru brjóstinu hjá mér, komin 20 vikur. Ég fór í brjóstaminnkun fyrir 3 árum og hef ekkert verið að gera mér miklar vonir. Er þetta eitthvað sem getur gefið mér smá von um að ég geti verið með barnið á brjósti og nái að mjólka?

Kveðja.

 


Sæl og blessuð!

Já, Það er alltaf gott merki ef einhverjar breytingar verða á brjóstum og/eða broddur kemur. Það er líka í langflestum tilfellum hægt að framleiða brjóstamjólk eftir aðgerðir á brjóstum. Það er bara spurning um hve hátt hlutfall hún verður af því sem barnið þarf. Ég bendi á vefsíðu sem gefur upplýsingar „bfar.org“ og svo er góð bók eftir Diana West sem heitir „Defining your own success“.

Gangi þér vel.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
17. september 2011

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.