Broddur á meðgöngu

17.09.2011

Sælar!

Ég varð vör við brodd úr öðru brjóstinu hjá mér, komin 20 vikur. Ég fór í brjóstaminnkun fyrir 3 árum og hef ekkert verið að gera mér miklar vonir. Er þetta eitthvað sem getur gefið mér smá von um að ég geti verið með barnið á brjósti og nái að mjólka?

Kveðja.

 


Sæl og blessuð!

Já, Það er alltaf gott merki ef einhverjar breytingar verða á brjóstum og/eða broddur kemur. Það er líka í langflestum tilfellum hægt að framleiða brjóstamjólk eftir aðgerðir á brjóstum. Það er bara spurning um hve hátt hlutfall hún verður af því sem barnið þarf. Ég bendi á vefsíðu sem gefur upplýsingar „bfar.org“ og svo er góð bók eftir Diana West sem heitir „Defining your own success“.

Gangi þér vel.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
17. september 2011