Broddur gengin 10 vikur

31.03.2009

Sæl!

Ég er gengin 10 vikur með mitt annað barn, og í morgun þegar ég vaknaði þá var búið að leka þó nokkuð úr öðru brjóstinu mínu. Þegar ég prófa að kreista geirvörturnar þá kemur glær/hvít mjólk út. Er þetta alveg eðlilegt. Ég er alveg örugg um að ég er ekki komin lengra en 10 vikur á leið. Á seinustu meðgöngu lak aldrei neitt úr brjóstunum mínum.

 


Sæl og blessuð!

Já, þetta er algjörlega eðlilegt. Flestar konur finna meira fyrir brjóstaeinkennum við annað barn og fleiri heldur en við fyrsta barn. Broddur getur svo komið og farið nokkrum sinnum gegnum meðgöngutímann. Ekki hafa neinar áhyggjur af því. Það er alltaf jákvætt merki að sjá brodd.

Bestu óskir.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
31. mars 2009.