Spurt og svarað

27. nóvember 2004

Brúnkukrem og brjóstagjöf

Hæ, hæ og takk fyrir frábæra síðu.

Er óhætt að nota brúnkuklúta (self tanning) eða fara í brúnkumeðferð fyrir allan líkamann þegar maður er með barn á brjósti? Hef lesið mér til um þetta efni „DHA“ (er í sumum brúnkukremum) og að ekki sé talið æskilegt að það fari í miklum mæli í líkamann og ófrískar konur ætti því að sneiða hjá því. Hvað með konur með barn á brjósti?

Með þökk og kveðju,
Eyja.

Sæl og blessuð Eyja.

Já þér er alveg óhætt að nota brúnkuklúta þegar þú ert með barn á brjósti. Það er auðvelt að sleppa því að bera á svæðið sem fer upp í barnið. Brúnkumeðferð á allan líkamann er líka í lagi. Það má setja bómullarplötur yfir vörturnar á meðan. Það er ekki það að það sé svo voðalega hættulegt efni sem um er að ræða en það er óþarfi að mata barnið á brúnkukremi. Það á jú við um öll krem. Flestar konur eru ekki að sækjast í að verða brúnar á geirvörtum eða vörtubaugum þannig að það er svæði sem má gjarnan sleppa í meðferðinni.

Með gullinbrúnum kveðjum, Katrín Edda Magnúsdóttir, ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi.
Yfirfarið í júní 2020

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.