Burnirót og brjóstagjöf

03.02.2009

Sælar!

Ég sá fyrirspurn um burnirót og velti fyrir mér hvort óhætt sé að taka þetta inn þó maður sé með barn á brjósti.

 


Sæl og blessuð!

Þetta er eitt af þessu fæðubótarefnum sem nýlega eru komin á markaðinn. Það er lítið af rannsóknum til á verkun og ekkert finnanlegt um áhrif á brjóstagjöf. Samkvæmt því sem gefið er upp hefur jurtin áhrif á hormón og þar með er varasamt að mæla með henni í brjóstagjöf.

Vona að þetta svari spurningunni.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
3. febrúar 2009.