Spurt og svarað

25. janúar 2012

CC Flax og brjóstagjöf

Hæ hæ!

Heyrðu, ég er með 9 og hálfsmánaða barn á brjósti er að gefa honum ennþá nokkrum sinnum á dag og á nóttinni. Mig langaði að athuga hvort það væri stranglega bannað að fá sér CC Flax. Það stendur á því að maður eigi að forðast það ef maður er óléttur eða með barn á brjósti. Ég er að minnka smátt og smátt brjóstagjöfina. Á ég að bíða lengur?

Kveðja. Brjóstamamma.


 

Sæl og blessuð Brjóstamamma!

Það gildir það sama um þetta efni og önnur. Því minni hluti af næringunni sem barnið fær úr brjósti, þeim mun minna af efninu fær það. Ef þú ert komin niður í 3-4 brjóstagjafir á sólarhring ætti þetta að vera í góðu lagi.

Með bestu óskum.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
25. janúar 2012.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.