CC Flax og brjóstagjöf

25.01.2012

Hæ hæ!

Heyrðu, ég er með 9 og hálfsmánaða barn á brjósti er að gefa honum ennþá nokkrum sinnum á dag og á nóttinni. Mig langaði að athuga hvort það væri stranglega bannað að fá sér CC Flax. Það stendur á því að maður eigi að forðast það ef maður er óléttur eða með barn á brjósti. Ég er að minnka smátt og smátt brjóstagjöfina. Á ég að bíða lengur?

Kveðja. Brjóstamamma.


 

Sæl og blessuð Brjóstamamma!

Það gildir það sama um þetta efni og önnur. Því minni hluti af næringunni sem barnið fær úr brjósti, þeim mun minna af efninu fær það. Ef þú ert komin niður í 3-4 brjóstagjafir á sólarhring ætti þetta að vera í góðu lagi.

Með bestu óskum.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
25. janúar 2012.