Spurt og svarað

23. nóvember 2012

CC-flax

Er í lagi að nota CC-flax með barn á brjósti? Ég tók þetta ekki á meðgöngunni en var mikið á þessu áður en ég varð ófrísk vegna endurtekinnar blöðrubólgu. Ég varð betri af þessu. Núna finnst mér einkenni vera koma fram sem mér finnst CC-flax vinna best á. Er þetta í lagi?Sæl

Eftir því sem ég kemst næst eru innihaldsefni í CC-flax algeng í fjölvítamínum og í mat svo þér ætti að vera óhætt að taka þetta ef þú telur þetta draga úr einkennum. Það er hinsvegar möguleiki á að þú sért með sýkingu sem þarf að meðhöndla með sýklalyfjum svo ég mæli með að þú látir athuga það ef einkennin lagast ekki fljótt.

Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
23. nóvember 2012

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.