CC-flax

23.11.2012

Er í lagi að nota CC-flax með barn á brjósti? Ég tók þetta ekki á meðgöngunni en var mikið á þessu áður en ég varð ófrísk vegna endurtekinnar blöðrubólgu. Ég varð betri af þessu. Núna finnst mér einkenni vera koma fram sem mér finnst CC-flax vinna best á. Er þetta í lagi?Sæl

Eftir því sem ég kemst næst eru innihaldsefni í CC-flax algeng í fjölvítamínum og í mat svo þér ætti að vera óhætt að taka þetta ef þú telur þetta draga úr einkennum. Það er hinsvegar möguleiki á að þú sért með sýkingu sem þarf að meðhöndla með sýklalyfjum svo ég mæli með að þú látir athuga það ef einkennin lagast ekki fljótt.

Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
23. nóvember 2012