CCFlax og brjóstagjöf

05.06.2011
Sælar!
Ég er með tveggja og hálfs árs gamalt barn sem fær brjóst á morgnana. Má ég taka inn CC Flax? Á krukkunni er ráðlagt að taka það ekki inn á meðan á meðgöngu/brjóstagjöf stendur. - En getur verið að þegar barnið er orðið svo gamalt og gjafirnar svo fáar að það skiptir nokkru máli?
 Brjóstamamma.
 
Sæl og blessuð brjóstamamma!
Þetta er alveg rétt athugað hjá þér. Það skiptir máli hve stórt hlutfall af fæðunni brjóstamjólkin er. Þér er alveg óhætt að taka þetta inn.
Gangi þér vel.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
5. júní 2011.