Concerta og brjóstagjöf

06.05.2007

Ég er með athyglisbrest og var á Concerta áður en ég varð ólétt. Nú er ég að reyna að einbeita mér að skólanum í smá tíma en hef mjög litla einbeitingu og langar því að taka lyfið. Strákurinn minn er rúmlega 5 mánaða og eingöngu á brjósti. Hvað er vitað um áhrif þess að taka lyfið með barn á brjósti. Þarf ég að bíða þar til hann er alveg hættur á brjósti?


Sæl og blessuð.

Ég á erfitt með að svara þinni spurningu. Þetta lyf er ekki svo gamalt og vantar um það meiri upplýsingar. Það hefur tiltölulega mikil áhrif og margar aukaverkanir. Í flestum lyfjabókum er varað við notkun þess fyrir mjólkandi mæður vegna þess að lítið er vitað um hvernig það fer yfir í mjólk. Ég ráðlegg þér því að tala við lækni eða/og lyfjafræðing.

Bestu kveðjur,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
6. maí 2007.