D-vítamín og brjóstagjöf

17.04.2011
Sælar og takk fyrir frábæran vef!
Ég er að spá í sambandi við D vítamín. Ég er með eina sem er 5 vikna og hún er á brjósti. Ég er að taka inn heilsutvennu og omega 3 með D vítamíni. Þar sem ég borða ekki mikinn fisk má ég þá taka líka inn hreint D vítamín? Og ef ég geri það þarf ég þá kannski ekki að gefa henni dropana eða má ég taka þetta allt og gefa henni líka dropa.
Kveðja Hildur.
 
Sæl og blessuð Hildur!
Það er trúlegt að þú megir taka inn bæði Heilsutvennu og D vítamín. Þú skalt samt leggja tölurnar saman og bera saman við ráðlagðan dagskammt konu með barn á brjósti. Þú mátt líka gefa barninu dropana en það er líka mikilvægt að láta barn vera í dagsbirtu eða sól sem nær að skína á hendur og höfuð í nokkrar mínútur á dag. Það gefur besta D vítamínið.
Bestu óskir.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
17. apríl 2011.