Spurt og svarað

12. mars 2009

D-vítamíndropar

Hæ, hæ og takk fyrir mjög svo hjálplegan vef!

Ég hef spurningu varðandi D-vítamíndropana sem á að gefa ungabörnum. Sumir segja að maður eigi ekki að setja neitt ofan í barnið nema brjóstamjólk (ef mögulegt er). Hvað með ef ég tek þessa dropa? Myndi barnið mitt fá eitthvað út úr því?

Hlýtt faðm, Ingibjörg.

 


Sæl og blessuð Ingibjörg!

Droparnir eru ætlaðir ungbörnum og í dag er mælt með því að gefa ungbörnum D-vítamíndropa frá 4 vikna aldri til eins árs aldurs. Fullorðnir mega að sjálfsögðu taka þá en það yrði þá að vera í mjög stórum skömmtum og væntanlega nokkuð dýrt. Þú getur hins vegar tryggt næg vítamín í mjólkinni með því að taka inn lýsi og vítamín. Það er svo alltaf enn betra að fá þau vítamín sem hægt er beint úr fæðunni. Börn á brjósti fá vítamín og steinefni úr mjólkinni en það verður náttúrlega að passa að þau séu þá til í líkamanum í nægu magni.

Hlýtt faðm til baka.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
12. mars 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.