Spurt og svarað

29. apríl 2014

Doxylin og brjóstagjöf

Góðan daginn
Ég er búin að vera með húðsýkingu nánast alla meðgönguna og hef ekki geta fengið meðferð við henni þar sem eingöngu Doxylin virkar á hana (hef fengið þetta nokkrum sinnum áður). Húðsýkingin er bara búin að dreifa sér og veldur mér miklum óþægindum. Nú er litli minn orðinn 3 vikna og var ég að spá hvort hættan sé mikil ef ég fengi meðferð við þessu núna? Hef yfirleitt þurft að taka lyfin æi 2-3 vikur þar til þetta hverfur. Ég veit að lyf fara alltaf í brjóstamjólkina og fylgir því alltaf áhætta, ég meika bara ekki að vera svona í 1/2-1ár æi viðbót.
Sæl!
Til hamingju með drenginn þinn. Doxylin tilheyrir flokki Tetracyclin sýklalyfja og flokkast í flokk L2 í brjóstagjöf sem telst til lágrar áhættu fyrir barnið. Tetracyclin lyf eru þekkt fyrir að lita tennur barna ef það er tekið á meðgöngu og er því ekki mælt með notkun á meðgöngu. Lyfið berst í brjóstamjólk en er ekki talið hafa áhrif á tennur nýburans Þegar lyfið er tekið í stuttan tíma (minna en mánuð) hinsvegar er ekki mælt með langtíma meðferð. Þegar lyfið er tekið í langan tíma getur það haft áhrif á tennur barnsins og valdið truflun á beinvexti hjá barninu og flokkast þá í L3-L4 sem telst til aukinnar áhættu. Ég skil vel að þú sért orðin óþreyjufull að losna við útbrotin og miðað við tímann sem þú þarft vanalega að nota lyfið virðist það vera öruggt. Ég ráðlegg þér að ráðfæra þig við þinn lækni um meðferðina.
Gangi þér vel.


Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
29. apríl 2014.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.