Drykkjumynstur

18.05.2008

Sælar!

Ég er með eina mánaðargamla snót allt gengur vel og hún er mjög vær og góð sefur rótt um nætur og líka yfir daginn, hún er eingöngu á brjósti og þar er hún óseðjandi. Hún vill drekka endalaust finnst mér og ég var að vonast til að það kæmi eitthvað munstur á þetta hún vill á 1 klst fresti bæði brjóstin. Hún ælir þessu mikið útúr sér og hægðirnar eru oft brún-grænar svo vildi ég líka spyrja hversu marga millilítra börn drekka í einni gjöf ég er að fara að kíkja aðeins út og vil vera viss um að ég mjólki mig alveg nóg svo ég þurfi ekki að hlaupa heim og gefa meira.

Takk, takk.

 


 

Sæl og blessuð.

Barnið þitt er líklega búið að koma sér upp mynstri sem hentar því vel í bili. Þetta er ekkert slæmt mynstur frá sjónarhóli barnsins en það hentar mæðrum misvel. Almenna reglan er hins vegar að láta barnið ráða. Það er trúlegt að þetta eigi eftir að breytast eftir fáar vikur. 

Magnið sem þú þarft að mjólka til að eiga gæti verið á bilinu 50-100ml.

Gangi þér sem best.   

Kær kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
18. maí 2008.