Spurt og svarað

13. apríl 2009

Dýraofnæmi og brjóstagjöf

Sælar!

Getur dýraofnæmi hjá móður haft áhrif á brjóstamjólkina? Strákurinn minn er 11 vikna. Vinafólk okkar er með ketti og tengdaforeldrar mínir eru með hund. Þegar við heimsækjum fólkið fæ ég ofnæmi, hnerra, þrengsli í hálsi osfrv. Strákurinn minn verður órólegur, drekkur pínulítið og rífst svo og skammast við brjóstið og er óhuggandi. Viðbrögðin eru álíka og þegar ég borða mjólkurvörur en þá fær hann líka heiftarlega magakveisu. Eru einhver ofnæmislyf sem ég má taka með hann á brjósti? Eða þarf ég bara að sleppa því að heimsækja fólkið á meðan ég er með hann á brjósti?

Kveðja. Ásta.

 


Sæl og blessuð Ásta!

Fyrstu spurningunni þinni er ekki auðsvarað. Þetta er umdeilt og ekki hafa verið gerðar nægar rannsóknir á þessu. En þú getur tekið inn lyf eins og Clarityn fyrir heimsóknir eða enn betra væri ef úðalyf myndu duga en mér finnst ekki að þú ætti að sleppa heimsóknum til ættingja í marga mánuði. Fjölskylda er stórt atriði í umgjörð barns.

Bestu kveðjur.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
13. apríl 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.