Spurt og svarað

18. febrúar 2015

E tafla og brjóst

Sæl. Ég fór út að skemmta mér á laugardaginn og asnaðist til að taka e töflu. Ég veit fáránlegt með barn á brjósti. Ég er með hann á morgnana þegar hann vaknar og á kvöldin áður en hann fer að sofa. Ég hef ekki þorað ennþá að gefa honum og er að tæma mig sjálf. Hvenær er í lagi að setja hann aftur á brjóst


Heil og sæl, það er gott að þú skulir af mjólkað þig sjálf því það er algjörlega ráðið frá því að nota e-töflur meðan að á brjóstagjöf stendur því að efnið fer mjög greiðlega yfir í brjóstamjólkina. Það tekur 72 klst. fyrir líkamann að losa sig við efnið að mestu. Það er talið að um 1% af skammtinum af efninu sé eftir í líkamanum þá.  Þér er því óhætt núna að fara að gefa brjóst aftur. Gangi þér vel.


Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
18. feb. 2015
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.