E tafla og brjóst

18.02.2015

Sæl. Ég fór út að skemmta mér á laugardaginn og asnaðist til að taka e töflu. Ég veit fáránlegt með barn á brjósti. Ég er með hann á morgnana þegar hann vaknar og á kvöldin áður en hann fer að sofa. Ég hef ekki þorað ennþá að gefa honum og er að tæma mig sjálf. Hvenær er í lagi að setja hann aftur á brjóst


Heil og sæl, það er gott að þú skulir af mjólkað þig sjálf því það er algjörlega ráðið frá því að nota e-töflur meðan að á brjóstagjöf stendur því að efnið fer mjög greiðlega yfir í brjóstamjólkina. Það tekur 72 klst. fyrir líkamann að losa sig við efnið að mestu. Það er talið að um 1% af skammtinum af efninu sé eftir í líkamanum þá.  Þér er því óhætt núna að fara að gefa brjóst aftur. Gangi þér vel.


Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
18. feb. 2015