E-vítamín olía og brjóstagjöf

14.07.2007

Sælar!

Ég er nýorðin móðir og slitnaði talsvert á maganum. Ég er búin að lesa mér heilmikið til og ákvað að prófa húsráð við slitum sem er það að nudda þau létt í sturtunni með fínum kornamaska og nudda svo eftir sturtuna olíu úr E-vítamín hylkjum á slitin. Þetta er enn á prufustigi en ég held að ég sjái smá mun :) Nú fór ég bara allt í einu að hugsa hvort þetta sé eitthvað sem ég má ekki gera þar sem ég er með barnið á brjósti. E-vítamín olían er sterk en ég veit ekki hvort þetta fer í mjólkina eða hvað.

Kveðja, júnímamma.


Sælar!

Ég held að þér sé alveg óhætt að bera E-vítamínolíuna á húðina - þó að þú sért með barnið á brjósti - en lestu vel umbúðirnar og allar leiðbeiningar um þetta til að vera alveg viss.

Með kveðju,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
14. júlí 2007.