Eitt brjóst duga í hverri gjöf eða verð ég að gefa úr báðum?

01.05.2006

Sæl og blessuð!

Ég var að spá hvort það sé nauðsynlegt að gefa bæði brjóstin í einu. Ég á eina tveggja vikna sem drekkur venjulega í 10-15 mínútur og er þá södd (hún sleppir þá geirvörtunni). Er ekki í lagi fyrir mig að láta eitt brjóst duga í hverri gjöf eða verð ég að gefa úr báðum?

Með fyrirfram þökk.


Sælar!

Það er oftast nóg að gefa úr öðru brjóstinu í einu, það er eiginlega bara fyrstu vikuna sem mæður eru að gefa úr báðum brjóstum í einu. Það koma tímabil sem mæður þurfa að gefa úr báðum brjóstum - þá sérstaklega þegar börnin eru í vaxtarkipp.

Með kveðju,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
1. maí 2006.