Endajaxlataka með barn á brjósti

16.04.2007

Sælar!

Er mér óhætt að láta fjarlæga endajaxla meðan ég er enn með barnið mitt á brjósti? Er með vangaveltur vegna deyfingarinnar og svo
verkjalyfjanotkunar eftir aðgerðina.
Takk fyrir allar upplýsingarnar og fróðleikinn sem ég hef getað nálgast á þessari afar gagnlegu heimasíðu. 
 


     

Sæl og blessuð.

Já, þér er alveg óhætt að fara í endajaxlatöku með barn á brjóst. Deyfingin er í fínu lagi því hún er mjög staðbundin. Verkjalyf tekurðu bara eins og stendur á glasinu. Og ef þú færð sýklalyf þá þarftu bara að muna að segja tannlækninum að þú sért með barn á brjósti. Þá getur hann valið heppilegasta lyfið en annars eru flest sýklalyf í góðu lagi.

Gangi þér bara vel.          

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi.
16. apríl 2007.