Endajaxlataka. Sýklalyf í brjóstagjöf

19.10.2008

Sæl.

Ég er með einn 7 mánaða á brjósti. Hann hefur bara verið að fá brjóstamjólk aldrei þurrmjólk né stoðmjólk. Núna þarf ég að fara í endajaxlatöku og fæ sýklalyf eftir það og er engan veginn tilbúin að hætta með hann á brjósti. Læknirinn sagði að ég þyrfti að hætta með hann á brjósti vegna þessa. Er það rétt?

 


 Sæl og blessuð.

Nei, það er ekki rétt. Þú þarft ekki að hætta með barnið á brjósti þótt þú fáir sýklalyf eftir aðgerðina. Þú þarft ekki einu sinni að sleppa einni einustu gjöf. Barnið verður bara á brjósti eins og ekkert hafi í skorist.

Gangi þér vel í aðgerðinni.

Katrín Edda Magnúsdóttir,

ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,

19. október 2008.