Spurt og svarað

19. október 2008

Endajaxlataka. Sýklalyf í brjóstagjöf

Sæl.

Ég er með einn 7 mánaða á brjósti. Hann hefur bara verið að fá brjóstamjólk aldrei þurrmjólk né stoðmjólk. Núna þarf ég að fara í endajaxlatöku og fæ sýklalyf eftir það og er engan veginn tilbúin að hætta með hann á brjósti. Læknirinn sagði að ég þyrfti að hætta með hann á brjósti vegna þessa. Er það rétt?

 


 Sæl og blessuð.

Nei, það er ekki rétt. Þú þarft ekki að hætta með barnið á brjósti þótt þú fáir sýklalyf eftir aðgerðina. Þú þarft ekki einu sinni að sleppa einni einustu gjöf. Barnið verður bara á brjósti eins og ekkert hafi í skorist.

Gangi þér vel í aðgerðinni.

Katrín Edda Magnúsdóttir,

ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,

19. október 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.