Engiferhylki og brjóstagjöf

03.05.2006

Sælar og takk fyrir góðan vef!

Ég var að velta fyrir mér hvort að það sé í lagi að taka inn engiferhylki þegar maður er með barn á brjóst. Sonur minn er að verða 5 mánaða.

Kveðja, Helga.


Sæl og blessuð Helga.

Já, það er í lagi að taka inn engiferhylki. Eins og með allar aðrar fæðutegundir þá á að viðhafa hóf.

Bestu kveðjur,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
3. maí 2006.