Spurt og svarað

20. október 2005

Er brjóstagjöf örugg getnaðarvörn?

Hæ!

Ég á tæplega þriggja mánaða son sem ég gef eingöngu brjóst. Á það að vera næg getnaðarvörn eða ætti ég að vera á brjóstapillunni. Bý í USA og læknirinn segir brjóstagjöf alveg jafn örugga og pilluna en ég er efins þar sem ég byrjaði á brjóstapillunni 6 vikum eftir að ég átti fyrsta barnið mitt sem var á Íslandi?

Kveðja ein í vafa.

...................................................................

Sæl og takk fyrir að leita ráða hjá okkur!

Brjóstagjöf er mjög vanmetin sem getnaðarvörn en heilbrigðisstarfsfólk virðist vera mjög hikandi að mæla með henni. Samkvæmt rannsóknum getur brjóstagjöf nefnilega verið 98-100% örugg getnaðarvörn, þ.e. álíka örugg og aðrar getnaðarvarnir á markaðnum. Til þess að hægt sé að reikna með þessu öryggi þarf að uppfylla þrjú skilyrði:

  • Tíðablæðingar er ekki byrjaðar á ný (blæðingar á fyrstu 8 vikunum eru ekki taldar vera tíðablæðingar).
  • Barnið fær ekki reglulega ábót og ekki líða meira en 4 tímar á milli gjafa á daginn eða 6 tímar á nóttunni (barnið er eingöngu eða nær eingöngu á brjósti)
  • Barnið er ekki eldra en 6 mánaða.

Ef eitthvað af þessum skilyrðum er ekki uppfyllt er ekki hægt að treysta á brjóstagjöf sem getnaðarvörn en séu öll skilyrðin uppfyllt er þetta mjög örugg getnaðarvörn.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
20. október 2005.


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.