Spurt og svarað

25. ágúst 2008

Er brjóstamjólkin glundur við eins árs aldur?

Góðan dag og takk fyrir frábæran vef.

Sonur minn er eins árs og ég er enn með hann á brjósti. Tengdamamma mín sagði við mig um daginn að ég ætti bara að hætta því, því mjólkin væri hvort eð er bara orðin eitthvað glundur núna, svo gott sem næringarlaus. Er eitthvað til í þessu?

Kærar þakkir fyrir svarið.


Sæl og blessuð.

Nei, það er ekki rétt að brjóstamjólkin verði að einhverju „glundri“ og maður ætti ekki að láta sér detta í hug að kalla hana svo ljótu nafni. Brjóstamjólkin er alltaf fullkomin næring handa barninu alveg sama á hvaða aldri það er. Samsetning hennar er orðin töluvert breytt frá því í byrjun brjóstagjafarinnar enda eru næringarþarfir 1 árs barns aðrar en nýfædds en hún hentar því algjörlega. Brjóstamjólkin er alltaf það allra hollasta sem barnið þitt innbyrðir á hverjum degi.

Bestu óskir um farsæla brjóstagjöf.   

Kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
25. ágúst 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.