Er hægt að gera brjóstamjólk tormeltari?

08.01.2006

Sælar og gleðilegt ár! 

Mig langar til að spyrja hvort það er eitthvað sem ég get gert til að gera mjólkina mína tormeltari? Sonur minn er rúmlega fjögurra mánaða og er að vakna á tæplega þriggja tíma fresti á nóttunni til að drekka. Líður oft lengra á milli á daginn, sérstaklega ef við erum mikið á ferðinni.  Er bara að spá í hvort ég geti borðað einhverjar ákveðnar fæðutegundir til að hann mettist betur af mjólkinni minni.

Kær kveðja, Kristín.

.............................................................................................

Sæl og blessuð Kristín!

Það er ekkert sem þú getur borðað til að gera mjólkina þína tormeltari en mér finnst samt frábært að þér skuli hafa dottið það í hug. Það sýnir góðan skilning á móðurmjólk. En sem sagt hennar aðalkostur er hversu auðmelt hún er og góð nýting á henni. Eina sem ég bent þér á er að gefa langa gjöf til að barnið fái hátt hlutfall eftirmjólkur ef þú vilt hafa langt í næstu gjöf.

Vona að þetta hjálpi eitthvað,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
8. janúar 2006.