Spurt og svarað

08. janúar 2006

Er hægt að gera brjóstamjólk tormeltari?

Sælar og gleðilegt ár! 

Mig langar til að spyrja hvort það er eitthvað sem ég get gert til að gera mjólkina mína tormeltari? Sonur minn er rúmlega fjögurra mánaða og er að vakna á tæplega þriggja tíma fresti á nóttunni til að drekka. Líður oft lengra á milli á daginn, sérstaklega ef við erum mikið á ferðinni.  Er bara að spá í hvort ég geti borðað einhverjar ákveðnar fæðutegundir til að hann mettist betur af mjólkinni minni.

Kær kveðja, Kristín.

Sæl og blessuð Kristín!

Það er ekkert sem þú getur borðað til að gera mjólkina þína tormeltari en mér finnst samt frábært að þér skuli hafa dottið það í hug. Það sýnir góðan skilning á móðurmjólk. En sem sagt hennar aðalkostur er hversu auðmelt hún er og góð nýting á henni. Eina sem ég get bent þér á er að gefa langa gjöf ef þú vilt hafa langt í næstu gjöf.

Vona að þetta hjálpi eitthvað,

Katrín Edda Magnúsdóttir, ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi.
Yfirfarið í ágúst 2020

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.