Bringusund

22.01.2008

Sæl!

Ég var að velta því fyrir mér hvort það væri ráðlegt að synda bringusund á meðgöngu? Ég er með væga verki í lífbeini, þá aðallega á kvöldin. Geri ég illt verra með því að synda?

Annars langar mig að þakka kærlega fyrir frábæran vef!


Sæl og blessuð!

Það er í fínu lagi að synda bringusund á meðgöngu og það getur vel verið að það hjálpi þér en það getur líka verið að það geri illt verra. Þú verður bara að prófa þig áfram með þetta. Það hjálpar a.m.k. mörgum konum að vera í vatni og stunda vatnsleikfimi og sumum finnst gott að synda.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
22. janúar 2008.