Er hægt að taka eingöngu út næturgjafir

23.07.2006

Sælar brjóstagjafaráðgjafar!

Takk fyrir þvílíkan fróðleik á þessum vef. Er með eina 10 mánaða og langaði að halda áfram með hana á brjósti talsvert lengur en væri alveg til í að fara að taka út næturgjafir svo hún geti heimsótt ömmu sína fyrir nótt og þess háttar og svo ég geti sofið meira þar sem hún vaknar talsvert til að drekka. Er samt löngu hætt að sofna við gjafir á kvöldin. Í ungbarnaeftirliti var okkur sagt að þetta væri góður tími til að hætta með hana á brjósti og ekki væri hægt að taka bara út næturgjafirnar og halda samt áfram með hana á brjósti. Hún borðar fjölbreytt en kannski ekkert rosalegt magn. Hún notaði aldrei pela svo hún er farin að súpa nýmjólk úr fernu af röri þótt það sé aldrei mikið magn,  bara svona smá með matnum af og til.Mælið þið með að maður hætti þá bara með þau alveg á brjósti eða get ég sniðið þetta eitthvað eftir okkar þörfum núna og tekið út nætur en haldið áfram með aðrar gjafir í einhverja mánuði áfram?

Takk fyrir góð ráð :)


Sæl og blessuð.

Þegar konur venja börn af brjósti hafa þær það yfirleitt eins og þær sjálfar vilja í samvinnu við barnið auðvitað. Það eru til alls konar útgáfur af afvenjun. Snögg afvenjun, róleg afvenjun, afvenjun að hluta, afvenjun næturgjafa, afvenjun á vinnutíma o.s.frv, o.s.frv. Þannig að svarið við þinni spurningu er: , þú getur sniðið þetta nákvæmlega eftir ykkar þörfum. Þú getur tekið út næturgjafir og haldið áfram daggjöfum í margar vikur, mánuði eða ár. Hversu mörgum daggjöfum ræður þú auðvitað. Þú getur fækkað þeim, fjölgað og fækkað aftur bara eftir hvernig stendur á hjá þér. Hafðu þetta bara eins og þið viljið.

Með brjóstagjafakveðjum,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
23. júlí 2006.