Spurt og svarað

05. mars 2009

Er lítil brjóstamjólk betri en engin?

Hæ og takk fyrir æðislegan vef!

Ég er með strákinn minn fjögurra mánaða á brjósti um helminginn og hinn helmingurinn sem hann fær er þurrmjólk úr pela. Sumir segja að hann fái heilmikið út úr því að fá brjóstamjólkina þó lítil sé en aðrir að hann sé bara að totta og fái ekkert úr brjóstinu. Ég er ekki sammála því síðarnefnda því þá myndi hann klára meira úr pelunum. Hvað fær hann út úr því að fá smávegis brjóstamjólk úr því að hann er hvort sem er að fá þurrmjólk? Og get ég sagt að ég sé með hann á brjósti ef hann fær bara helminginn af því sem hann borðar úr brjóstinu? Hann vex mjög vel og er alltaf rosalega glaður.

Kær kveðja. Harpa.

 


Sæl og blessuð Harpa!

Það er rétt hjá þér að hann fær heilmikið út úr því að vera eitthvað á brjósti. Þó ekki sé talað um annað en nærveruna og snertinguna. Það er mikilvægara en margur heldur. Svo fær hann mjög mikilvæg efni úr mjólkinni þinni. Þú getur svo auðvitað reynt að auka hlutfall brjóstamjólkurinnar með því að minnka þurrmjólkina og gefa auka brjóstagjafir í staðinn.

Gangi þér vel áfram.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
5. mars 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.