Spurt og svarað

24. október 2007

Er þetta formjólkurkveisa?

Góðan dag

Nú á ég eina 5 vikna og er nokkuð viss um að hún er með svokallaða formjólkurkveisu. Hún kúkar næstum alltaf grænu með fullt af slími, vill mikið vera á brjóstinu, er óvær og þyngist meira en eðlilegt er. Ég er búin að reyna núna í tvær vikur að skipta bara um brjóst á þriggja tíma fresti en það er það ráð sem ég fann á netinu. Það virðist hins vegar ekkert vera að virka. Hún er ennþá með öll einkenni og er bara yfirleitt vansæl þó hún sé ekkert sífellt á orginu. Virðist bara aldrei líða vel. Eruð þið með einhver fleiri ráð við formjólkurkveisu eða gæti þetta verið eitthvað annað?

Með þökk.


Sæl og blessuð!

Það er alltaf erfitt að meta ungbarn án þess að sjá það. Það hljómar vel að barnið þyngist vel - það segir mér að barnið fær örugglega „rjómann“ eða eftirmjólkina hjá þér. Sum börn kúka grænum hægðum af og til og það er eðlilegt.  Svona ung brjóstabörn eins og hún vilja vera oft vera á brjósti á daginn og stundum fram á kvöld og er það talið eðlilegt. En ef þetta ástand heldur áfram eins og þú lýsir þá tel ég ráðlegt að þú farir með barnið í læknisskoðun. Það er líka spurning um magakveisu vegna þess að hún er vansæl og þá er mikilvægt að læknir skoði barnið.

Gangi þér vel.

Kveðja,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
24. október 2007.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.