Er þetta Sveppasýking eða Flensan í brjóstum?

23.04.2008

Hæ!

Ég er að spá ég er búin að vera með stingi og  sviða í geirvörtum og eins og stungið sé títuprjón inní geirvörtuna eftir gjöf. Þær eru smá sprungnar en ég er búin að skoða uppí hana hún er ekki með hvíta tungu þannig kannski ekki sveppasýking (ég þarf að nota hatt þegar ég gef henni)er með flensu og háan hita getur það leitt til að maður fái verki í geirvörturnar því ég er ekki með stíflu finn það alveg og læt hana tæma vel kemur stundum þegar ég er að gefa þá fæ ég sting í hitt brjóstið eða vörtuna og finnst þetta vera meira í annarri vörtunni er að reyna að lýsa þessu eins og ég get hvað heldurðu að þetta sé?


Sæl og blessuð.

Ég get ekki svarað því hér og nú hvað þetta er en ég held að þetta sé eitthvað sem þarf að skoða betur. Það er alveg rétt hjá þér að maður getur fengið alls konar stingi þegar maður er veikur en ég held samt að þetta geti verið eitthvað annað og/eða meira. Fáðu góða skoðun hjá fagmanni og um leið geturðu fengið að læra hvernig þú gefur án hatts. Það getur borgað sig upp á framtíðina að gera.

Gangi þér vel.                    

Bestu óskir,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
23. apríl 2008.