Eymsli í brjósti

15.08.2012
Hæhæ!
Ég var að velta fyrir mér. Ég er 25 ára og búin að eiga 2 börn eitt sem eru rúmlega eins og hálfs árs og hitt eldra. Ég fæ annað slagið svona eymsli í annað brjóstið. Það er ekki þannig að ég finni alltaf til í því, heldur ef ég þrýsti á það þá er það pínu aumt. Ég er búin að vera að skoða hvort ég finni einhverja hnúta, en ég get ekki fundið það. Veistu hvað þetta gæti verið? Er þetta eitthvað sem ég þarf að hafa áhyggjur af?

Sæl og blessuð!
Það er yfirleitt þannig að eymsli í brjósti eru hættulaus. Þetta er viðkvæmur vefur og flestar konur kannasttil að mynda við eymsli í kringum blæðingar. En að sjálfsögðu læturðu athuga þetta ef þú ert smeyk um að eitthvað sé að eða finnst þetta ekki eðlilegt.
Gangi þér vel.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
15. ágúst 2012.