Spurt og svarað

11. júlí 2010

Eymsli í geirvörtum á meðgöngu

Sælar og takk fyrir frábæran vef!

 Ég er komin 29 vikur á leið með annað barn og er strax orðin mjög viðkvæm og aum í geirvörtunum. Brjóstagjöfin gekk vel með seinasta barn fyrir utan eymsli fyrsta mánuðinn. Mér finnst meiri segja óþægilegt þegar ég er í sturtu að fá vatnsbununa á mig. Hvað er best að gera til að mýkja þær upp og reyna að koma í veg fyrir að ég verði mjög aum í byrjun næstu brjóstagjafar?

Kveðja, Sandy.

 


Sæl og blessuð Sandy.

Það er ekki alveg hægt að líta sömu augum á eymsli í vörtum fyrir og eftir fæðingu. Fyrir fæðingu eru breytingar í vef vörtunnar sem gerir þær viðkvæmar og aumar. Besta ráðið við því er að hafa eitthvað mjúkt við þær svo þær nuddist ekki við föt eða ertist. Það er í raun ekkert sem þú getur gert til að koma í veg fyrir eymsli eftir fæðingu. Endilega skaltu ekki bera á þig nein krem. Eftir fæðinguna eru þessi eymsli að ganga yfir fyrstu dagana en svo á það að vera búið. Ef eymsli halda áfram eftir þann tíma er trúlegt að barnið sé ekki að taka rétt utan um vörtuna. Það á að laga strax og við verður komið.
Vona að þetta hjálpi.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
11. júlí 2010.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.