Spurt og svarað

24. nóvember 2007

Fær ekki nóg

Hæ, hæ og takk fyrir góðan vef!

Ég á eina þriggja mánaða dömu sem hefur ekki þyngst nema um 175g á þremur vikum sem er bara ekki nóg. Ég er dugleg að drekka bæði vatn og te sem á að hjálpa til að auka mjólkina og ég legg hana brjóst á 1-11/2 klst fresti en mér finnst ekkert gerast ertu með einhverja hugmynd hvað ég get gert ?Sæl og blessuð.

Það er reyndar algengt að 3ja mánaða brjóstabörn taki smá dýfu í þyngd á þessum aldri. Ef svo er þarftu ekki að hafa áhyggjur. En ef þetta er búið að vera langvarandi vandamál þarftu að fara betur yfir málin.

Minnkaðu vatns og tedrykkjuna um fjórðung. Of mikil vatnsdrykkja getur minnkað mjólkurframleiðslu. Gjafafjöldinn hjá þér virðist góður en reyndu að skjóta inn 1 næturgjöf ef þú getur. Mjólkurframleiðandi hormón eru í hámarki á nóttunni svo þær gjafir gefa mest. Passaðu að fyrra brjóst sé vel tekið áður en þú skiptir um brjóst.

Vona að þetta gagnist.          

Katrín Edda Magnúsdóttir,
brjóstagjafaráðgjafi og ljósmóðir.
24.11.2007
.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.