Spurt og svarað

26. september 2004

Fæðubótarefni - með barn á brjósti

Er í lagi að taka inn fæðubótarefni þegar maður er með barn á brjósti?

...............................................................

Sæl mamma.

Það var slæmt að þú skyldir ekki tiltaka hvaða fæðubótarefni þú ert að tala um. Almenna reglan er sú að fæðubótarefni séu í góðu lagi með brjóstagjöf. Þau eru þó mjög misjöfn. Einstaka efni eru með mikið að snefilefnum og vítamínum í sér sem geta hlaðist upp og valdið eitrunum. Yfirleitt er varað við slíku á umbúðum og ekki ráðlagt að fara yfir tiltekinn hámarksskammt. Og oftast bitnar slík ofgnótt efna á móðurinni en ekki barninu. Sum fæðubótararefni innihalda framandi efni úr jurtum sem vaxa á hinum enda hnattarins. Oftast eru þau í lagi en ekki alltaf. Sum fæðubótarefni eru hrein uppbót lélegs fæðis og innihalda eggjahvítuefni og sykur í meirihluta. Þau eru sárasaklaus barninu en kíktu vel eftir hvaða aukaefni er um að ræða.

Ég vona að þetta svar nægi.

Kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
25. september 2004.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.