Fæðubótarefni - með barn á brjósti

26.09.2004

Er í lagi að taka inn fæðubótarefni þegar maður er með barn á brjósti?

...............................................................

Sæl mamma.

Það var slæmt að þú skyldir ekki tiltaka hvaða fæðubótarefni þú ert að tala um. Almenna reglan er sú að fæðubótarefni séu í góðu lagi með brjóstagjöf. Þau eru þó mjög misjöfn. Einstaka efni eru með mikið að snefilefnum og vítamínum í sér sem geta hlaðist upp og valdið eitrunum. Yfirleitt er varað við slíku á umbúðum og ekki ráðlagt að fara yfir tiltekinn hámarksskammt. Og oftast bitnar slík ofgnótt efna á móðurinni en ekki barninu. Sum fæðubótararefni innihalda framandi efni úr jurtum sem vaxa á hinum enda hnattarins. Oftast eru þau í lagi en ekki alltaf. Sum fæðubótarefni eru hrein uppbót lélegs fæðis og innihalda eggjahvítuefni og sykur í meirihluta. Þau eru sárasaklaus barninu en kíktu vel eftir hvaða aukaefni er um að ræða.

Ég vona að þetta svar nægi.

Kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
25. september 2004.