Fenugreek og Alfa-alfa skammtar

28.05.2008

Ég keypti Fenugreek og Alfa-alfa til að auka mjólkina, en það eru þrenns konar mjög mismunandi leiðbeiningar sem fylgja með, varðandi magn hylkja. Miði sem fylgir með frá móðurást segir að maður skuli taka þrjú hylki af Fenugreek þrisvar á dag og 2 hylki af Alfa-alfa þrisvar á dag, miði á íslensku frá innflytjanda segir eitt hylki af Fenugreek þrisvar á dag og tvö hylki af Alfa-alfa tvisvar á dag, og leiðbeiningar á hollensku frá framleiðanda segja eitt hylki af hvoru þrisvar á dag.

Hverju mælið þið með?


Sæl og blessuð.

Í þeim tilgangi sem ég þykist nokkuð viss um að þú átt við eru skammtarnir yfirleitt:
Fenugreek 3 hylki x 3 á dag í 3-5 daga og Alfa-alfa 2 hylki x 3 á dag í 7-10 daga

Með bestu óskum,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
28. maí 2008.