Fenugreek og/eða Alfalfa

12.01.2012

Hæ hæ takk fyrir frábæran vef!

Má ég taka þessi vítamín með brjóstagjöf? Ég er með lata þarma og er því með erfiða meltingu og því sem fylgir. Margir eru búnir að ráðleggja mér þessi vítamín og segja að þau séu líka æði fyrir brjóstamjólkina. Er það satt eða eintómt bull?

Takk takk.

 


Sæl og blessuð!

Þetta eru ekki vítamín heldur jurtir sem eru taldar geta hjálpað til að auka mjólkurmyndun. Ef barnið þitt sýgur nógu oft og lengi og þrífst vel þarft þú ekkert á þeim að halda.

Gangi þér vel.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
12. janúar 2012.