Spurt og svarað

07. febrúar 2011

Ferðalag mömmu frá brjóstabarni

Sælar.

Ég er með rúmlega tveggja mánaða dreng sem er eingöngu á brjósti. Mér býðst að fara í ferð til útlanda í fjóra daga þegar barnið verður rúmlega fjögurra mánaða gamalt. Ég velti fyrir mér hvort óhætt sé að fara í svo langan tíma frá barni sem er aðeins á brjósti? Hann hefur tvisvar sinnum drukkið brjóstamjólk úr pela en var ekkert stórhrifinn. Hvernig gæti ég
best undirbúið svona fjarveru frá barninu og er hætta á að brjóstagjöfin skemmist ef það verður nokkurra daga rof á henni? Bestu kveðjur

Mamma í ferðahug.


Komdu sæl.

Þú getur að sjálfsögðu mjólkað þig og geymt í frysti þannig að barnið fái brjóstamjólkina á meðan þú ert úti.  Ef ekki nást nógar birgðir má gefa þurrmjólk með.  Á meðan þú ert úti þarftu líka að mjólka þig reglulega til að viðhalda framleiðslunni. Þannig ætti þetta að geta gengið.  Þegar þú kemur heim heldur þú svo áfram eins og frá var horfið.

Kveðja

Rannveig B. Ragnardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
7. febrúar 2011.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.