Flúor og brjóstagjöf

09.11.2011

Góðan daginn fróðu konur!

Ég hef spurningu varðandi tannhirðu og brjóstagjöf. Er í lagi að taka flúor  t.d. eins og Listerine eða bara venjulegt flúor frá Gamla Apótekinu þegar maður er með barn á brjósti? Hef heyrt að það megi ekki á fyrstu mánuðum meðgöngu og einnig að lítil börn eigi ekki að nota "fullorðins" tannkrem vegna of mikils flúorsmagns þannig að mér datt í hug hvort það bærist of mikið flúor til barnsins í gegnum brjóstamjólk þegar móðir notar flúor?

Kveðja.


 

Sæl og blessuð!

Það er nægilegt flúormagn í brjóstamjólk fyrir barnið í brjóstamjólkinni og ólíklegt að auka flúor inntaka móður skili sér nokkuð til barnsins. Það er samt líklegt að flúor inntaka fullorðinna þurfi að vera innan skynsamlegra marka.

Vona að þetta hjálpi.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
9. nóvember 2011