Frjókornaofnæmi og brjóstagjöf

01.08.2009

Ég er alveg að farast úr ofnæmi þessa dagana. Mér var sagt að það væri í lagi að taka Lóritín þegar maður er óléttur. Gildir hið sama um þegar maður er með barn á brjósti?

 


Sæl og blessuð!

Já, það er í lagi að taka inn Lóritín samkvæmt leiðbeiningum. Svo eru úðalyf mjög hentug í brjóstagjöf því þau komast ekki til barnsins.

Gangi þér vel.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
1. ágúst 2009.