Spurt og svarað

01. nóvember 2009

Frosin brjóstamjólk í grautinn

Var að spá hvort ég mætti setja frosna brjóstamjólk beint út í grautinn? Ég er með 6 mánaða stelpu og erum nýbyrjuð að gefa henni smá graut og höfum hingað til notað soðið vatn og svo sett kælda brjóstamjólk útí sem ég hef verið að safna (ég sem sagt mjólka það mikið að ég nota alltaf svona brjóstabolla fyrir hitt brjóstið og safna þeirri mjólk saman og bý svo til klaka). Er í lagi að setja brjóstamjólkurklaka beint út í sjóðandi heitan grautinn eða verður að þíða alla brjóstamjólk rólega í ískáp fyrst?

Takk fyrir. Gunnfríður.

 


Sæl og blessuð Gunnfríður!

Það er í góðu lagi að nota svona klaka til að þynna og kæla grautinn. Þetta er mjög góð hugmynd því þessi mjólk nýtist illa að öðru leyti. Hún er of þunn.

Gangi þér vel.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
1. nóvember 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.