Frosin brjóstamjólk í grautinn

01.11.2009

Var að spá hvort ég mætti setja frosna brjóstamjólk beint út í grautinn? Ég er með 6 mánaða stelpu og erum nýbyrjuð að gefa henni smá graut og höfum hingað til notað soðið vatn og svo sett kælda brjóstamjólk útí sem ég hef verið að safna (ég sem sagt mjólka það mikið að ég nota alltaf svona brjóstabolla fyrir hitt brjóstið og safna þeirri mjólk saman og bý svo til klaka). Er í lagi að setja brjóstamjólkurklaka beint út í sjóðandi heitan grautinn eða verður að þíða alla brjóstamjólk rólega í ískáp fyrst?

Takk fyrir. Gunnfríður.

 


Sæl og blessuð Gunnfríður!

Það er í góðu lagi að nota svona klaka til að þynna og kæla grautinn. Þetta er mjög góð hugmynd því þessi mjólk nýtist illa að öðru leyti. Hún er of þunn.

Gangi þér vel.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
1. nóvember 2009.