Spurt og svarað

02. janúar 2011

Fryst brjóstamjólk

Takk fyrir frábæran vef!
Ég á ca. 200 ml. af frosnum broddi síðan dóttir mín var 2ja sólarhringa gömul í frysti. Mig langar svo að gefa henni þessa fínu mjólk en hún er núna 8 vikna. Broddurinn fór beint í kæli eftir mjólkun og var svo frystur ca. sólarhring síðar. Hann er í tveimur pelum ca. 130 ml. í öðrum og 70 ml. í hinum. Ég þori varla að gefa henni pela þar sem ég trúi henni alveg til að annaðhvort vilja hann ekki eða að vilja ekki brjóstið eftir að hafa kynnst pelanum. Hún er bara á brjósti og ég hafði hugsað mér að besta lausnin væri að gefa henni þetta með hjálparbrjósti eitthvert kvöldið. Þetta er svolítið mikið magn með brjóstinu þannig að mín spurning er hversu lengi geymist broddurinn í ísskáp ef ég tek hann úr frysti og læt hann þiðna í ísskápnum? Bestu kveðjur. Anna.
 
Sæl og blessuð Anna!
Broddurinn verður alveg góður í 1 sólarhring eftir að þú þíðir hann. Þannig að þú getur skipt hvorum pela í 2-3 hluta. Ég held að þér ætti alveg að vera óhætt að prófa að gefa pela svona gömlu barni en þú finnur það örugglega betur. Sjálfsagt væri betra fyrir þig að láta nokkra daga líða á milli pelanna en ég er alveg sammála þér, endilega drífa þetta í barnið.
Gangi þér svo vel áfram.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
2. janúar 2011.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.