Geirvörtuformarar - hvenær er best að byrja að nota þá?

14.07.2007

Góðan daginn!

Ég las fyrir nokkru bréf frá konu á vefnum ykkar um geirvörtuformara og langar aðeins að spyrja nánar útí þetta. Málið er að ég notaði þessa mexíkanahatta og væri alveg til að sleppa þeim næst. Þarf að byrja að nota þessa geirvörtuformara á meðgöngu eða er kannski alveg nóg að byrja eftir fæðingu, þegar brjóstagjöf hefst?

Bestu kveðjur.


Sælar!

Það er rálagt að byrja að nota geirvörtuformara á meðgöngu - þá ná vörturnar að mótast betur ef þær eru innfallnar. Eftir því sem ég best veit þá er lítið gagn í geirvörtuformara eftir fæðingu.

Með bestu kveðju,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
14. júlí 2007.