Spurt og svarað

19. mars 2005

Geirvörtuformari, skeljar og broddur

Sælar og takk fyrir alveg hreint frábæra síðu.

Ég er að nota svokallaða geirvörtuformara þar sem geirvörturnar á mér eru inndregnar.
Ég er byrjuð að nota skeljarnar allan daginn. Mig klæjar svolítið í geirvörtunum en í gær tók ég eftir því að það byrjaði að leka úr brjóstunum glær vökvi. Á vökvinn ekki að vera svona gulleitur ef það er brjóstamjólk? Getur verið að skeljarnar séu að kreista eitthvað út sem ekki á að koma eða hvað? Spurning mín er því sú hvort þetta sé eðlilegt og hvort ég ætti að halda áfram að nota skeljarnar ?

Með von um svör og fyrir fram þökk.

Keðja,  brjóstakonan 35 vikur og  4 daga.

.....................................................................


Já, þetta er fullkomlega eðlilegt. Broddur er til í ýmsum litbrigðum. Hann er gjarnan glær. Eða gulur eða gulleitur. Hann getur líka verið sterkappelsínugulur. Og fyrir kemur að hann er bleik eða brúnleitur. Það eru líka til fleiri litbrigði.

Þannig að það er bara farinn að þrýstast út broddur og það er gott merki fyrir komandi brjóstagjöf. Þú átt alls ekki að hætta að nota geirvörtuformarann. Broddurinn lekur ofan í plastskálina og þú þarft bara að þrífa það eftir þörfum. Lekinn getur svo komið og farið næstu vikurnar og það er allt ósköp eðlilegt.

Með bestu óskum um gleðilega komandi brjóstagjöf,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
19. mars 2005.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.