Geta litlar geirvörtur truflað brjóstagjöf

02.07.2007

Sælar!

Ég er gengin 34 vikur og ég er farin að hafa áhyggjur af því að geirvörturnar hjá mér séu of litlar uppá brjóstagjöf að gera. Þær hafa ekkert stækkað á meðgöngunni (hélt að þær myndu eitthvað stækka við meðgönguna) og mér finnst þær litlar í samanburði við aðrar konur. Eru þekkt dæmi um það að ekki sé hægt að hafa barn á brjósti vegna þess að geirvörturnar eru of litlar eða er ég að hafa óþarfa áhyggjur?Sælar!

Þó að geirvörturnar séu litlar þá hefur það ekki áhrif á brjóstagjöfina - ég veit ekki um neitt dæmi um það að brjóstagjöf hafi ekki gengið vegna þess. Það er svo merkilegt að geirvörturnar geta verið svo misjafnar að stærð og lögun en það virðist ekki trufla börnin við brjóstagjöfina - þau hafa mikinn aðlögunarhæfileika. Aðalatriðið er fá aðstoð og stuðning frá ljósmæðrunum í upphafi brjóstagjafarinnar.

Gangi þér vel. 

Kveðja,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
2. júlí 2007.