Spurt og svarað

10. desember 2008

Getnaðarvarnasprautan og áhrif á brjóstagjöf

Sælar og takk fyrir frábæran vef.

Ég var að spá í hvort getnaðarvarnarsprautan geti haft áhrif á brjóstagjöfina? Ég fékk mér hana fyrir 2 vikum samkvæmt ráðleggingum kvensjúkdómalæknis en mjólkin virðist hafa dottið næstum alveg niður hjá mér á svipuðum tíma og hún átti að fara að virka. Þetta er kannski tilviljun en ákvað samt að spyrja.

Kveðja, Sólveig.


Sælar!

Smokkurinn, estrógenlausa getnaðarvarnarpillan og lykkjan eru þær getnaraðvarnir sem talið er óhætt að nota meðan barnið er á brjósti. Getnaðarvarnarsprautuna má nota samhliða brjóstagjöf ef 6 vikur hafa liðið frá fæðingu. Samkvæmt upplýsingum í bækling frá Landlæknisembættinu „Leiðbeiningar um getnaðarvarnir“ kemur fram að hormónasprautan - Depo-Provera - sé heppileg getnaðarvörn fyrir mæður með börn á brjósti.

Með kveðju,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
10. desember 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.