Spurt og svarað

16. júní 2006

Getur brjóstamjólk minnkað við mikla áreynslu?

Sælar og takk fyrir góð svör.

Ég eignaðist barn í febrúar og er núna byrjuð að stunda líkamsrækt. Mér finnst ég hafa heyrt um að mjólkursýrumyndun í vöðvum, sem að myndast við mikla áreynslu geti haft áhrif á brjóstamjólk. Er eitthvað hæft í því? Getur brjóstamjólk minnkað við mikla áreynslu? Ef svo er, hvernig gerist það?

Með fyrirfram þökk, Febrúarmamma.Sæl og blessuð Febrúarmamma.

Mjólkursýra fer yfir í brjóstamjólk, það er rétt. Hún hefur hins vegar lítil áhrif. Hún breytir aðeins bragðinu af mjólkinni þannig að börnin vilja stundum ekki sjúga. Hún hefur hins vegar ekki áhrif á framleiðsluhæfileikann og mjólkin minnkar ekki. Þær sem fara að æfa en eru ekki vanar líkamlegu erfiðið að jafnaði hafa það oft þannig að gefa ekki brjóst strax að erfiði loknu heldur bíða í 30 - 60 mín.  Þær sem eru hins vegar miklar íþróttakonur komast hins vegar oft hjá þessu. Annað hvort eru börnin vön bragðbreytingunni eða læra á hana. Þær mæður gefa oft strax eftir æfingu, í hálfleik á leikjum o.s.frv. Flestar afreksíþróttakonur heimsins hafa börnin sín á brjósti án nokkurra vandræða. Það eina sem þarf að gæta að er að drekka nægan vökva fyrir þann sem tapaðist við áreynsluna.          

Gangi þér vel í ræktinni,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
16. júní 2006.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.