Geymsla brjóstamjólkur á ferðalagi

10.07.2006

Hve lengi geymist brjóstamjólk án þess að vera í kæli? Þá á ég við ekki í sól og á svölum stað. Er verið að tala um 1 klukkustund eða eitthvað lengur?

Með fyrir fram þökkum.


Sæl og blessuð.

Það er talið óhætt að geyma brjóstamjólk í stofuhita í 8 klukkustundir. Það má hins vegar ekki geyma þurrmjólk í stofuhita í meira en 1 klukkustund. Sjá einn umfjöllun um geymslu brjóstamjólkur í annarri fyrirspurn.

Með bestu kveðjum,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
9. júlí 2006.