Spurt og svarað

02. apríl 2007

Geymsla brjóstamjólkur í ísskáp

Sælar ljósmæður!

Mig langaði að forvitnast með geymslu brjóstamjólkurinnar. Ég las í bæklingi að það væri í lagi að bæta kældri mjólk við þá mjólk sem er fyrir í ísskápnum (frá fyrri mjólkun). Það sem mig langaði að spyrja var, þarf mjólkin að vera kæld fyrst áður en henni er bætt við hina kældu mjólkina, eða mætti ég taka kældu  mjólkina úr ísskápnum og mjólka ofan í hana?

Með bestu kveðju, ÁG.


Sæl og blessuð ÁG.

Reglur varðandi svona blandanir á brjóstamjólk eru nokkuð á reiki en í þínu tilfelli er þér óhætt að blanda saman mjólk úr 2 mjöltum. Ekki fleiri. Þú mjólkar alltaf í nýtt ílát en svo geturðu sett nýju mjólkina beint saman við þá sem er í kæli eða frysti. Svo er hún kæld eða fryst strax aftur.

Bestu kveðjur,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
2. apríl 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.