Geymsla brjóstamjólkur í ísskáp

02.04.2007

Sælar ljósmæður!

Mig langaði að forvitnast með geymslu brjóstamjólkurinnar. Ég las í bæklingi að það væri í lagi að bæta kældri mjólk við þá mjólk sem er fyrir í ísskápnum (frá fyrri mjólkun). Það sem mig langaði að spyrja var, þarf mjólkin að vera kæld fyrst áður en henni er bætt við hina kældu mjólkina, eða mætti ég taka kældu  mjólkina úr ísskápnum og mjólka ofan í hana?

Með bestu kveðju, ÁG.


Sæl og blessuð ÁG.

Reglur varðandi svona blandanir á brjóstamjólk eru nokkuð á reiki en í þínu tilfelli er þér óhætt að blanda saman mjólk úr 2 mjöltum. Ekki fleiri. Þú mjólkar alltaf í nýtt ílát en svo geturðu sett nýju mjólkina beint saman við þá sem er í kæli eða frysti. Svo er hún kæld eða fryst strax aftur.

Bestu kveðjur,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
2. apríl 2007.